Pmt og Lýsi undirrita límmiðasamning

Lýsi hefur gert 3ja ára samning við Pmt um prentun á öllum sínum límmiðum. Lýsi notar mikinn fjölda af límmiðum enda með mjög breiða vörulínu sem er seld um allan heim.  Samningurinn var gerður eftir að Lýsi var búið að gera ítarlega skoðun á framleiðslu-og gæðaferli Pmt og samþykkja Pmt sem birgja. Einnig voru prentaðir prufulímmiðar til að sannfæra Lýsi um að gæði prentunar væru eins og best er á kosið enda gerir Lýsi miklar gæðakröfur til sinna birgja.

 

​Á myndinni handsala sölustjóri Pmt Aðalsteinn Sigurðsson og Finnur Sigurðsson Innkaupastjóri Lýsi samninginn.