Merkivélar og prentarar
Allt til merkinga
Verðmerkivélar
Endingargóðar verðmerkivélar og dagsetningabyssur frá Hallo og OpenData. Bjóðum mikið úrval af límmiðum í vélarnar, t.d. límmiða með veiku og sterku lími, forprentaða miða og miða í neon litum.
Erum einnig með festibyssur til að verðmerkja föt.
Límmiðaprentarar
Mikið úrval af límmiðaprenturum frá Godex, Zebra og QuickLabel í vefverslun okkar.
Prentarar frá Godex og Zebra prenta beint á hitamiða (thermal miða) eða prenta með því að nota prentborða. Frá QuickLabel bjóðum við Kiaro litaprentara sem prentar límmiða í fullum gæðum í lit.
Þú færð líka límmiðana og prentborða hjá okkur.
Límmiðabúnaður
Miðaupprúllarar, miðaskammtarar og alls kyns búnaður frá LabelMate.
Við vitum hvað við segjum þegar við segjum að þetta sér traustur búnaður, því við notum hann sjálf í verksmiðju okkar daglega.
Kynntu þér nánar hvað er í boði í vefverslun okkar.
NiceLabel límmiðahugbúnaður
Með NiceLabel hugbúnaði verður hönnun límmiða leikur einn. Bjóðum einnig uppá lausnir þar sem vörur eru geymdar í gagnagrunni og ofnæmisvaldar eru feitletraðir sjálfkrafa.
Kynntu þér hvað lausnir við höfum útbúið fyrir okkar viðskiptavini og hvað við getum gert fyrir þig.


VideoJet prentarar
VideoJet býður uppá traustar lausnir við merkingar á vörum. Meðal lausna frá VideoJet eru:
- Bleksprautuprentarar til að merkja beint flöskur, dósir, fernur, ofl.
- Borðaprentarar til að merkja plastfilmu í pökkunarvél
- Kassaprentarar til að prenta beint á kassa, t.d. vörulýsingu og strikamerki
- Miðaprentara og álímingarvél sem prentar miðann og límir um leið á vöruna
- Laserskrifarar til að merkja beint á vöruna fyrir þá kröfuhörðustu