• limmidar1600x500-n

  Áprentaðir límmiðar og límbönd

  Við prentum límmiða, aðgöngumiða og límbönd.

  Við leggjum metnað okkar í vel prentaða miða og skjóta þjónustu.

   Lesa meira...

 1. 1
 2. 2
 3. 3
 4. 4

Límbandaprentun

Við prentum pökkunarlímbönd í einum eða tveimur litum á hvítt eða glært PVC límbandahráefni.  PVC límbönd hafa það umfram PP límbönd að þau þola betur frost og það er ekki sami hávaðinn í þeim þegar verið er að líma.  Algengasta stærð á límböndum sem við prentum er 50mm breið og 65 metrar á rúllunni.  Lágmarksmagn í þessari stærð er 108 rúllur.  Einnig er hægt að fá 25mm breið límbönd áprentuð eða fleiri metra á rúllu.  Við getum prentað allt að 990 metra rúllur fyrir sjálfvirkar pökkunarvélar sem einnig fást hjá okkur.

Skil á verkefnum til okkar

Því miður býður límbandaprentun ekki uppá hágæðaprentun í lit og einungis hægt að prenta í einum eða tveimur litum.  Best er að skila hönnun á límböndum til okkar á pdf formi.

Fáðu tilboð

Fáðu tilboð hjá okkur eða hafðu samband við söludeild okkar í s: 567 8888.

Viðskiptaskilmálar um sölu og afhendingu prentverks

Um prentverk gilda skilmálar um sölu og afhendingu prentverks.  Viðskiptaskilmálarnir eru aðgengilegir hér.

Skoðaðu límböndin sem við erum með í vefversluninni