• limmidar1600x500-n

  Áprentaðir límmiðar og límbönd

  Við prentum límmiða, aðgöngumiða og límbönd.

  Við leggjum metnað okkar í vel prentaða miða og skjóta þjónustu.

   Lesa meira...

 1. 1
 2. 2
 3. 3
 4. 4

Límmiðaprentun

Við prentum allar gerðir límmiða fyrir stóra og smáa viðskiptavini.  Í minni upplögum þá notum við stafræna tækni til að prenta, en í stærri upplögum eða flóknari miðum þá eru miðarnir prentaðir í fullkomnum UV Flexo prentvélum.

Helstu möguleikar

 • Hefðbundnir límmiðar úr glansandi eða möttum pappír, með veiku eða sterku lími.
 • Hitanæmir miðar (thermo miðar), húðaðir eða óhúðaðir með veiku eða sterku lími.
 • Límmiðar úr PP eða PE plasti, glærir, matt-glærir eða hvítir.
 • Límmiðar úr silfurpappír eða silfruðu plasti.
 • Límmiðar úr gullpappír.
 • Eigum einnig pappír með sérstakri áferð sem hentar t.d. fyrir bjór eða vínflöskur.
 • Fyrir stærri upplög getum við sérpantað pappír eftir þínum óskum.
 • Límmiðar með prentun á lími.  Við getum prentað báðu megin á límmiðann, sem getur verið gagnlegt til að koma fleiri upplýsingum á miða.
 • Flettilímmiðar eru gagnlegir til að koma en meiri upplýsingum á miða. Það eru í raun tveir límmiðar þar sem hægt er að fletta efri límmiðanum af að hluta.
 • Við erum með sérstaka gull og silfurliti sem gefa mjög góðan glans.
 • Hægt er að fá silfur, gull eða hólografíska fólíugyllingu á miða til að fá enn meiri glans.  Hólografísk fólíugylling er oft notuð til að gera falsanir á miðum erfiðari.
 • Stafræn prentun minni upplaga sem hægt er að panta á netinu.
 • Við bjóðum að laminera límmiða til að tryggja vernd á prentun og auka glans.  Þá er plastfilma límd yfir límmiðann til að vernda prentunina.

Þjónusta

Við leggjum metnað okkar í hágæða prentun, góða þjónustu og skjóta afgreiðslu.

Skil á verkefnum til okkar

Að mörgu er að huga áður en prentverki er skilað „tilbúnu“ til prentsmiðju.  Hér eru upplýsingar um hvernig best er að skila verkefnum til okkar.

Pantaðu límmiða á netinu

Hægt er að panta minni upplög af límmiðum sem við prentum stafrænt hér á netinu hjá okkur.  Við pöntun þá velur þú gerð og stærð límmiða og hleður inn límmiðann sem þú ert búinn að hanna.  Þú getur pantað áprentaða límmiða hér.

Fáðu tilboð

Finnurðu ekki límmiðana sem þú vilt á netinu?  Fáðu tilboð hjá okkur eða hafðu samband við söludeild okkar í s: 567 8888.

Viðskiptaskilmálar um sölu og afhendingu prentverks

Um prentverk gilda skilmálar um sölu og afhendingu prentverks.  Viðskiptaskilmálarnir eru aðgengilegir hér.

Skoðaðu límmiðana sem við erum með í vefversluninni