Matvælamiðar

Ef þú ert að fara að merkja matvæli með límmiðum þá er að mörgu að huga og skýrar reglur sem þarf að fylgja.  Meðal þess sem þarf að koma fram er:

  • Heiti vöru
  • Innihaldslýsing (í röð eftir minnkandi magni, ofnæmisvaldar feitletraðir)
  • Geymsluþol (Best fyrir ef nota má vöru eftir dagsetninguna eða Síðasti notkunardagur ef ekki má nota eftir dagsetninguna)
  • Næringargildi
  • Geymsluskilyrði
  • Nafn og heimilisfang fyrirtækis sem neytendur geta haf samband við vegna vöru.

Eftirfarandi merkingarbæklingur frá MAST sýnir vel hvernig merkingar matvæla skulu vera.

MerkingarbaeklingurMAST2016LR

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu MAST.