53-SECRETPMT

Secret Solstice 2017 límmiðar

Pmt styrkir Secret Solstice tónlistarhátíðina með því að framleiða límmiða sem ætlaðir eru til að líma á bjórglös/vínglös og koma þannig í veg fyrir að verið sé að lauma einhverju í drykki tónlistargesta.  Límmiðarnir hafa vakið gríðarlegt umtal og sitt sýnist hverjum.  Hvort sem menn koma til með að nota límmiðana eða ekki þá verður þetta vonandi til að benda fólki á hættuna.  Það er því miður þannig að það eru glæpamenn til og betra að fólk sé meðvitað um það.