GÆÐI - ÞEKKING - ÞJÓNUSTA
VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR
PMT býður uppá allt til merking og pökkunar. PMT framleiðir og selur allar gerðir límmiða, límbanda, stimpla, stimpilpenna og plastpoka af ýmsum stærðum og gerðum. Jafnframt er PMT með umboð fyrir heimsþekkt tæki til pökkunar, vigtunar og matvælaframleiðslu. Þetta eru tæki sem henta fyrir kjötvinnslur, fiskvinnslur, matvæla- og sælgætisiðnað, kjörbúðir, bakarí, stórmarkaði og fleiri greinar.
Viðskiptavinir
Viðskiptavinir okkar eru mjög fjölbreyttir, bæði smáir og stórir. Allt frá einyrkjum uppí stórfyrirtæki í matvælaiðnaðinum og við kappkostum að veita þeim skjóta og góða þjónustu. Mörg stórfyrirtæki treysta okkur til að prenta fyrir sig alla sína límmiða og/eða eru með tæki frá okkur til pökkunar, vigtunar eða merkingar. Þar sem við erum með breiða reynslu í pökkunarvélum, vogum, prenturum, plastfilmum og límmiðum þá getum við aðstoðað okkar viðskiptavini á öllum stigum ferlisins frá vinnslu til tilbúnar vöru.
Prentun
Prentsmiðja okkar er búinn fullkomnasta búnaði sem völ er á til prentunar á plastfilmum, límmiðum og aðgöngumiðum. Við leggjum mikla áherslu á framúrskarandi gæði á prentun. Við ákváðum jafnframt að fara alfarið yfir í notkun á „low-migration“ prentlitum sem nauðsynlegt er að nota við prentun á plastfilmum sem komast beina snertingu við matvæli. PMT er sennilega eina límmiðafyritækið á Íslandi sem notar þessa prentliti jafnframt við prentun á límmiðum.
40 ára reynsla á íslenskum markaði
Saga PMT hófst fyrir 60 árum, þegar Oddur Sigurðsson stofnaði Plastprent sf og byrjaði framleiðslu áprentaðra plastpoka í bílskúrnum heima hjá sér. Um 20 árum síðar byrjaði Oddur aftur frá grunni í sama bílskúrnum með nýtt fyrirtæki Plastos (Plastpokaverksmiðja Odds Sigurðssonar), sem var stofnað 1974. Sigurður Oddsson tók síðar við af föður sínum og kom inn með nýjar vörur. Þannig fór Plastos að flytja inn fyrstu tölvuvogirnar frá Ishida í Japan og var reyndar fyrst allra fyrirtækja í evrópu með Ishida vogir. Vogirnar gátu prentað límmiða sem stundum gekk erfiðlega að útvega og endaði það með því að Plastos fjárfesti í límmiðaprentvél og fór að prenta límmiða. Í dag er meginstarfssemi Pmt að prenta límmiða og umbúðir, enda með fullkomnasta tækjabúnað sem völ er á til prentunar á miðum og umbúðum. Sigurður hefur löngum haft gott auga fyrir nýjum tækjabúnaði sem sparar framleiðslufyrirtækjum í kostnaði við frameiðslu á vörum. Þannig hóf Plastos einnig innflutning á pökkunarvélum og lausnum til merkinga á vörum.
Plastos skiptist síðar í tvö fyrirtæki; Plastos Umbúðir, sem var selt, og Plast miðar og tæki (PMT). Það eru afkomendur Odds sem reka í dag fjölskyldufyrirtækið PMT.