10812

Umhverfisvænir plastpokar

Umhverfismál hafa mikið verið til umræðu undanfarið og talsvert hefur verið rætt um skaðsemi plasts í því sambandi. Eins og flestir vita er plast afar endingargott efni sem hefur þann ókost í för með sér að það er mjög lengi að eyðast ef fólk losar sig við það á óábyrgan hátt. Þetta hefur haft afar slæmar afleiðingar bæði fyrir náttúruna og dýraríkið.

Ýmsar umdeildar lausnir

Ýmsar lausnir hafa komið fram á sjónarsviðið. Til dæmis hefur fólki hefur verið ráðlagt nota sama pokann oft, eða nota poka sem gerður úr maís. Þær lausnir eru þó ekki gallalausar. Sé sami poki notaður of oft undir matvæli getur myndast í honum sveppagróður sem veldur myglu sem er þá fljót að festa rætur í matnum sem geymdur er í pokanum.

Vafi leikur á um hversu umhverfisvænn poki er sem gerður er úr maís. Þar hefur verið talið til að talsvert landrými fer í að rækta maís sem annars hefði verið hægt að nota til manneldis. Við ræktunina er einnig notað mikið af spilliefnum svo sem olíu, skordýraeitur og fleira. Einnig hefur verið bent á að maís pokar eru lélegri en venjulegir pokar og að við niðurbrot losa þeir meira af koltvísýringi en venjulegir plastpokar. Það sem verra er, að þegar maís poki er urðaður þá umbreytist hann tiltölulega hratt í metan, sem er u.þ.b. 20 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur.

Hvað er til ráða?

Það er einn valkostur sem lítið hefur verið rætt um. Hægt er að fá umhverfisvæna plastpoka (oxo-biodegradable plastic bags).Umhverfisvænir plastpokar eru framleiddir á nákvæmlega sama hátt og venjulegir plastpokar nema að bætt er við sérstöku íblöndunarefni sem kallast d2w. Við það breytist efnisuppbygging pokana sem veldur því að niðurbrot gengur mun hraðar fyrir sig. Umhverfisvænu pokarnir breytist með tímanum þegar þeir komast í samband við súrefni og brotna niður á sama hátt og laufblöð, án skaða fyrir náttúruna. Niðurbrot gengur enn hraðar fyrir sig þegar pokarnir komast í tæri við hita eða sól. Þar að auki er hægt stjórna líftíma plastpokans eftir því hversu mikið af íblöndunarefninu er notað.

Umhverfisvænir plastpokar eru því óumdeilanlega betri kostur en venjulegir plastpokar. Það er í raun mjög sérstakt hve lítið hefur verið rætt um umhverfisvæna plastpoka hér á landi, þar sem þeir hafa verið í þróun í nokkur ár og eru komnir í framleiðslu í dag. Í stað þess að banna notkun plastpoka væri skynsamlegra að hvetja plastfyrirtæki til að nota d2w íblöndunarefni. En þrátt fyrir litla umræðu um umhverfisvæna plastpoka á Íslandi þá hafa fjölmörg ábyrg fyrirtæki erlendis hafið notkun á þeim. Meðal stærri fyrirtækja sem nota umhverfisvæna plastpoka með d2w eru:

Umhverfisvænir plastpokar til sölu á Íslandi

Plast miðar og tæki ehf. (Pmt) hefur nú hafið sölu á umhverfisvænum plastpokum í samstarfi við Symphony Environmental. Pmt býður uppá alls kyns gerðir af umhverfisvænum plastpokum. Í vefverslun Pmt er hægt að fá staðlaða poka í ýmsum stærðum, hvort heldur sem geyma á matvæli eða henda rusli. Hægt að fá séráprentaða poka fyrir verslanir, bæði fyrir matvöruverslanir og sérvöruverslanir. Íslensk plastfyrirtæki sem vilja gerast umhverfisvænni geta jafnframt fengið hjá okkur íblöndunarefni.

Umhverfisvænu pokarnir er framleiddir í ýmsum gerðum og stærðum líkt og sjá má í vefverslun okkar.