d2w

Umhverfisvænt plast

Pmt býður nú uppá umhverfisvænt plast frá Symphony Environmental.  Með það að markmiði að leysa heilbrigðis- og umhverfisvandamál sérhæfir Symphony sig í að þróa og markaðssetja hátækni lausnir fyrir plastframleiðslu.
Frá 2010 hefur fyrirtækið stækkað sjóndeildarhringurinn og náð miklum árangri á heimsvísu til lausnar á heilbrigðis- og umhverfisvandamálum með tækninýjungum, sem eru:
– d2w í plasti ræður líftíma þess:
d2w er blandað í plastið við framleiðslu þess og breytir því að loknum fyrirfram ákveðnum líftíma í annað efni, sem ekki er lengur plast. Efni sem brotnar niður í umhverfinu líkt og laufblöð. Það kallast BIO-degradeable.
– d2p í plasti drepur sveppi og bakteríur.
d2p er blandað í plastið við framleiðslu þess og berst gegn sveppum og bakteríum, sem geta spillt matvælum, skóm og fleirru.
– d2t í plasti gerir mögulegt að staðfesta samsetningu plasts með d2Detector.
Gæðamál:  Frá 1997 hefur Symphony unnið skv ISO Standard 9001 gæðastaðli. Symphony er líka með ISO Standard 14001 og starfar í umhverfis stjórnunarkerfi eftir staðlinum.
Starfssemi á heimsvísu:  Net umboðsmanna Symphony stækkar stöðugt. Sem stendur starfa 67 umboðsmenn í 96 löndum. Umboðsmenn hafa stuðning af tækni- og markaðsliði um allan heim.Plast er dásamlegt efni. Það er létt, sveigjanlegt, sterkt, endingargott, tekur suðu í pökkunarvélum, vatnsþolið, endurvinnanlegt, margnota og betra með d2w!
Ýtarlegri upplýsingar eru á: