QuickLabel Plexo límmiðaprentari

Senda fyrirspurn

Lýsing

Plexo prentararnir eru tilvaldir þegar prenta þarf límmiða í tveimur litum, t.d. svart og rautt eða svart og appelsínugult. Þeir eru því eiginlega sérhannaðir til að prenta hættumiða eða GHS límmiða, hvort sem er á pappír eða plast. Prentararnir eru með innbyggðum vefþjón þannig að hægt er að fylgjast með stöðu hans og prenta í gegnum vefrápara.
Plexo prentararnir koma með 300dpi (12 pkt/mm) prenthaus og prenthraði er á bilinu 1-5 ips (30-125 mm/sek).

Með prentara þarf að kaupa NiceLabel límmiðaforrit. Pro útgáfan er með fleiri kosti, t.d. tengingu við gagnagrunna.

Kynntu þér úrvalið á heimasíðu QuickLabel.