QuickLabel Pronto 482 límmiðaprentari

Senda fyrirspurn
Vörunúmer: 04-QPP482 Flokkar: ,

Lýsing

Hraðvirkur og traustur strikamerkjaprentari sem er notandavænn. Prentarinn er með Ethernet tengi og styður alla helstu strikamerkjastaðla. Hægt að prenta með eða án prentborða. Prentarinn er með innbyggðum vefþjón þannig að hægt er að fylgjast með stöðu hans og prenta í gegnum vefrápara.
Pronto 482 hentar vel við flestar aðstæður þegar þörf er á traustum og hraðvirkum prentara. Prentarinn kemur með 203dpi (8 punktar/mm) prenthaus og prenthraði er á bilinu 2-10 ips (51-254 mm/sek).

Með prentara þarf að kaupa forrit, CQL Omni eða NiceLabel. CQL Omni forritið styður tengingu við gagnagrunna, teljara og ýmislegt fleira.

Kynntu þér úrvalið á heimasíðu QuickLabel.