Salatpökkunarvél

Senda fyrirspurn

Lýsing

Pmt selur fullkomnar salatpökkunarlínur sem vigta nákvæma þyngd með samvalsvog og búa svo til salatpoka með innbrotum sem geta staðið í verslunum í pokavél.  Að sjálfssögðu fylgja með innmötunarfæriband, útmötunarfæriband og hringborð.  Á myndbandinu hér fyrir neðan sést pökkunarlínan vigta og pakka grófskornu salati í 125g poka og afkasta 1080 pokum á klst.

Hægt er að fá vélarnar útbúnar með hraðtengjum svo fljótlegt er að færa pökkunarvél frá samvalsvog við þrif.  Vélin á myndbandinu er jafnframt útbúin VideoJet DataFlex borðaprentara sem getur prentað allar vöruupplýsingar og strikamerki beint á pokann.

Hægt er að fá sambærilegar lausnir fyrir aðrar vörur þar sem þarf að vigta ákveðið magn og pakka í poka.