TurboChef i3 Touch ofn

Senda fyrirspurn
Flokkur: Merki:

Lýsing

TurboChef i3 Touch hraðeldunarofn.  TurboChef i3 Touch er eins og forverinn TurboChef i3 nema að núna er kominn snertiskjár og WiFi tenging.

TurboChef i3 ofninn er með sömu afköst og gæði við eldun og stóri bróðirinn i5, en tekur mun minna pláss.   TurboChef i3 er hálf Gastro stærð og hentar vel fyrir öll betri veitingahús.

Hægt að nota málmpönnur að ákveðinni stærð í þessum ofn.  Öflugur ofn sem eldar frábæran mat í hvert skipti.

Myndbandið hér að neðan er af TurboChef i3 (forvera i3 Touch útgáfunnar).

TurboChef i3 er nú fáanlegur í Touch útgáfu og er þá með lita snertiskjá.  Hér má sjá eldun í TurboChef i3 Touch:

Meðal kosta TurboChef ofna eru:

 • Gríðarlega fljótlegt að elda með fullum bragðgæðum (sekúndur eða örfáar mínútur).
 • Þarfnast ekki loftræstingar sem getur sparað háar fjárhæðir.
 • Matseðillinn er forritaður í ofninn þannig að einfalt er að elda í honum.
 • Eldhúsið er opið alveg þar til staðnum er lokað.
 • Matarsóun minnkar þar sem hægt er að elda ferska, kælda eða frosna vöru.

Góð ummæli kokkana eru okkar bestu meðmæli

 • Daddi hjá Ferðaþjónustunni Vogum, Mývatnssveit er með tvo TurboChef færibandaofna og segir: „engin bilun hefur komið upp eftir sex ára notkun, bara ekkert, þeir þurfa lítið pláss, afköstin mjög mikil og framlegðin mjög góð“. 
 • Sigurbjörn eigandi Kaffi Duus í Keflavík byrjaði með TurboChef C3 fyrir 8 árum og bætti TurboChef i5 við 2010. Hann fær oft 100 – 140 manns í mat á einu kvöldi.  Allir réttir eru eldaðir af matseðli.  Sigurbjörn segir: „að vonlaust væri að reka veitingahús, eins og Duus án TurboChef matreiðsluofnanna“.
 • Guffi (Guðfinnur, sem áður rak Gauk á Stöng) opnaði nýjan stað með TurboChef i5 við Laugaveg. Hann sagði eftir að hann keypti ofninn: „að verð hans hefði verið svipað og loftræstiháfur með tilheyrandi lögnum upp fyrir þak„.  Guffi bætti seinna við TurboChef Tornado ofni.  Í dag rekur Guffi Rosenberg þar sem hann byrjaði með notaðan TurboChef Tornado og fékk svo nýjan TurboChef Encore.
 •  Sæmundur og Siggi Hall sáu TurboChef i5 hjá Guffa og pöntuðu strax TurboChef C3 fyrir Restaurant Nord, sem þeir höfðu nýlega opnað í Leifsstöð. Í kjölfarið kom TurboChef færibandaofn og svo TurboChef i3 í staðinn fyrir C3 ofninn. Í flugstöðinni koma viðskiptavinir í gusum og gildir þá að afgreiða hratt.  Sæmundur sagði: „að án TurboChef C3 í byrjun hefði ekki verið hægt að reka staðinn„.
 • Jón í Skalla fékk TurboChef C2 ofn fyrir 18 árum.  Jón sagði C2 ofninn hafa borgað sig upp á örfáum mánuðum bara á pizzum fyrir utan alla aðra rétti.  TurboChef C3 var fyrst kynntur 2001 og 2002 fékk Skalli tvo nýja TurboChef C3 ofna. Í dag er hann enn með einn TurboChef C3 og einn TurboChef i5.
 • Stefán á Rauðará veitingahúsi var fyrsti matreiðslumeistarinn, sem fékk TurboChef C3. Stefán sagði: „væri ég að byrja í dag, myndi ég bara vera með TurboChef„, sem hann kallaði “besta vin sinn í eldhúsinu”.
 • Steingrímur eigandi Sparro Pizza sagði: „Ég hef aldrei kynnst annarri eins snilld.  TurboChef ofnarnir eru hreint ótrúlegir”.
 • Kristófer í Gallery Fisk buðum við TurboChef C3 ofn í mörg ár, en gáfumst upp fyrir 4 eða 5 árum. Í vor kom Kristófer og pantaði TurboChef i5 ofn. Strax og hann byrjaði að elda í honum fengum við skammir fyrir að hafa ekki selt honum TurboChef fyrr!
 • Haukur Hjaltason sagði: „TurboChef besti hjálpar kokkurinn í eldhúsinu„.

Hver verður þín saga?