Í tæp 50 ár á íslenskum markaði

Saga PMT hófst fyrir 60 árum, þegar Oddur Sigurðsson stofnaði Plastprent sf. og byrjaði framleiðslu áprentaðra plastpoka í bílskúrnum heima hjá sér. Um 20 árum síðar byrjaði Oddur aftur frá grunni í sama bílskúrnum með nýtt fyrirtæki Plastos (Plastpokaverksmiðja Odds Sigurðssonar), sem var stofnað 1974, má því segja að saga fjölskyldufyrirtækisins hafa byrjað. Sigurður Oddsson tók síðar við af föður sínum og kom inn með nýjar vörur. Þannig fór Plastos að flytja inn fyrstu tölvuvogirnar frá Ishida í Japan og var reyndar fyrst allra fyrirtækja í Evrópu með Ishida vogir. Vogirnar gátu prentað límmiða sem stundum gekk erfiðlega að útvega og endaði það með því að Plastos fjárfesti í límmiðaprentvél og fór að prenta límmiða. Í dag er meginstarfssemi Pmt að prenta límmiða og umbúðir, enda með fullkomnasta tækjabúnað sem völ er á til prentunar á miðum og umbúðum. Sigurður hefur löngum haft gott auga fyrir nýjum tækjabúnaði sem sparar framleiðslufyrirtækjum í kostnaði við framleiðslu á vörum. Þannig hóf Plastos einnig innflutning á pökkunarvélum og lausnum til merkinga á vörum.

Plastos skipist síðar í tvö fyrirtæki: Plastos Umbúðir sem var selt og Plast, miðar og tæki (PMT). Það eru afkomendur Odds sem reka í dag fjölskyldufyrirtækið PMT.


Gæði - Þekking - Þjónusta

PMT býður uppá allt til merkinga og pökkunar. PMT framleiðir og selur allar gerðir límmiða, límbanda, stimpla, bréfpoka og plastpoka af ýmsum stærðum og gerðum. Jafnframt er PMT með umboð fyrir heimsþekkt tæki til pökkunar, vigtunar og matvælaframleiðslu. Þetta eru tæki sem henta fyrir kjötvinnslur, fiskvinnslur, matvæla- og sælgætisiðnað, kjörbúðir, bakarí, stórmarkaði og fleiri greinar.

Viðskiptavinir okkar eru mjög fjölbreyttir, bæði smáir og stórir. Allt frá einyrkjum uppí stórfyrirtæki í matvælaiðnaðinum og við kappkostum að veita þeim skjóta og góða þjónustu. Mörg stórfyrirtæki treysta okkur til að prenta fyrir sig alla sína límmiða og/eða eru með tæki frá okkur til pökkunar, vigtunar eða merkingar. Þar sem við erum með breiða reynslu í pökkunarvélum, vogum, prenturum, plastfilmum og límmiðum þá getum við aðstoðað okkar viðskiptavini á öllum stigum ferlisins frá vinnslu til tilbúnar vöru.

Prentsmiðja okkar er búin fullkomnasta búnaði sem völ er á til prentunar á plastfilmum, límmiðum, aðgöngumiðum, bréfpokum. Við leggjum mikla áherslu á framúrskarandi gæði á prentun. Við ákváðum jafnframt að fara alfarið yfir í notkun á low migration prentlitum sem nauðsynlegt er að nota við prentun á plastfilmum sem komast í beina snertingu við matvæli. PMT er sennilega eina límmiðafyrirtækið á Íslandi sem notar þessa prentliti jafnframt við prentun á límmiðum.


Besta þjónustan - Umhverfisvænar lausnir

Besta þjónustan

Við höfum sett okkur há markið í að bæta þjónustu við viðskiptavini. 2020 tókum við í gagnið nýtt kerfi sem er einstaklega notendavænt fyrir viðskiptavini PMT. Hver og einn viðskiptavinur okkar hefur möguleika á að nálgast sín viðskipti í gegnum þjónustusvæðið sitt. Þar inn er hægt að nálgast alla miða sem hafa verið prentaðir hjá okkur og gera endurpöntun auðveldari. Auk þess er hægt að sjá alla reikninga, afslætti osfrv.

Silfur - Gull - Platín

Pmt hefur gífurlegt magn af vöruflokkum. Allt frá minnsta stimpli, uppí stærstu framleiðslulínur. Það er því nokkuð ljóst að við gætum þjónustað þitt fyrirtæki með hinar ýmsu vörur. Afhverju ekki að athuga hvort við séum með meira fyrir þig og betri verð. Eftir því sem viðskiptin stækka, því betri leið ferðu ásamt betri verðum. Þú sérð þín kjör inná þjónustu síðunum. 

Umhverfismál

Það er stefna PMT að reyna að lágmarka áhrif neikvæðra umhverfisþátta í starfsemi sinni og hafa umhverfismál alltaf til hliðsjónar í öllum ákvörðun fyrirtækisins. Við leggjum kapp á að vera vakandi fyrir nýjum umhverfisvænum lausnum sem snúa að framleiðslu og rekstri fyrirtækisins. PMT fer reglulega yfir tækjakost sinn og leitumst við að endurnýja tæki sem tryggja betri afköst, aukið öryggi og eru umhverfisvænni.

Umhverfisvernd verður höfð að leiðarljósi í allri starfsemi PMT s.s. meðferð á losun og förgun úrgangsefna ásamt því að rekstrarvörur taki mið af umhverfisvernd.

Markmið

  • Halda neikvæðum umhverfisáhrifum í lágmarki með því að uppfylla kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum er varðar umhverfismál.
  • Áhersla lögð á vistvæn innkaup 
  • Úrgangur er flokkaður og skilaður til endurvinnslu
  • Spilliefni og hættulegum efnum er fargað á viðeigandi hátt
  • Reyna eftir fremsta megni að draga úr úrgangi fyrirtækisins
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna og hvetja þá til umhverfisvænna úrlausna
  • Skoða umhverfisáherslur þeirra fyrirtækja sem PMT selur og/eða kaupir vörur eða þjónustu hjá

Með markmiðum hér að ofan vill PMT tryggja að fyrirtækið verði í fremstu röð í umhverfismálum meðal fyrirtækja í sambærilegum rekstri.Ánægðir viðskiptavinir

Fylgdu okkur á öðrum miðlum

Follow us