Persónuverndarstefna

1. Almennt

Plast miðar og tæki ehf. (hér eftir „Pmt“)  hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan Pmt.

Persónuverndarstefna þessi nær til persónuupplýsinga er varða viðskiptavini Pmt, forsvarsmenn viðskiptavina og annarra samstarfsaðila sem og annarra sem eiga í samskiptum við Pmt(hér eftir sameiginlega vísað til „viðskiptavina“ eða „þín“), hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti.

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um hvaða persónuupplýsingum Pmt safnar, með hvaða hætti Pmt nýtir slíkar persónuupplýsingar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum.

Ef þú ert í vafa um það hvernig þessi stefna varðar þig, þá endilega hafðu samband í gegnum "Hafa Samband" heimasíðu okkar.

2. Persónuverndarlöggjöf

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma.  Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. 

3. Persónuupplýsingar sem Pmt vinnur með

Pmt safnar og varðveitir ýmsar persónuupplýsingar um viðskiptavini sína. Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað um þig eftir því hvort þú sért sjálf/ur í viðskiptum við Pmt eða hvort þú komir fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum við Pmt, t.d. birgja.  Við notum þessar upplýsingar til að veita þér stuðning vegna vörukaupa og einnig til að fylgjast með gæðum vöru og þjónustu Pmt.

Póstlistar: Ef þú skráir þig á póstlista Pmt munum við vinna með upplýsingar um nafn þitt og netfang. Sú vinnsla byggir á samþykki þínu en þér er heimilt hvenær sem er að afturkalla það samþykki þitt og afskrá þig af póstlista Pmt.

Heimasíða: Pmt, með hjálp þriðju aðila þjónustuveitenda gagnagreiningar (Google Analytics), söfnum ákveðnum upplýsingum þegar þú heimsækir vefsetur okkar í því skyni að hjálpa til við greiningu á því hvernig þú og aðrir gestir ferðast um vefsetur Pmt og tökum saman tölfræði um notkun vefsins og svarhlutfall. Innan þessara upplýsinga teljast IP-vistfang (e. IP address), landfræðileg staðsetning búnaðar þíns, tegund vefvafra og tungumál sem þú notar þar, dagsetning og stund heimsóknar, hvenær sólarhrings þú kemur á vefinn, hvaða síður þú skoðar innan þess og á hvaða síðuþætti (t.d. tengla) þú slærð.  Við notum þessar upplýsingar til, láta í té það efni sem er mest viðeigandi hverju sinni, til að mæla skilvirkni auglýsinga, auðkenna og lagfæra vanda og til að bæta heildarreynslu gesta okkar á vefsetrinu. 

Samfélagsmiðlar: Þriðju þjónustuaðilar samfélagsmiðla sem láta í té gagnvirkar íbætur (e. plug-ins) eða þætti í samfélagsmiðlum (t.d. til að heimila þér að tengjast Facebook eða Twitter í því skyni að finna vini til að bæta við í tengslahópinn eða til að „læka“ síðu) um vefsetur Pmt, gætu notað vafrakökur (e. cookies) eða aðrar aðferðir til að safna upplýsingum um notkun þína á vefsetrum eða smáforritum.

Þriðji aðili styðst við stefnu sína varðandi friðhelgi einkalífsins, sem tiltæk er á samfélagsmiðlinum, við að nota slíkar upplýsingar og leggjum við til að þú skoðir hana ítarlega. Slíkir þriðju aðilar gætu notað þessar vafrakökur eða aðrar ferilskoðunaraðferðir í eigin skyni með tengja upplýsingar um notkun þína á vefsetri okkar við þær persónuupplýsingar sem þeir gætu ráðið yfir um þig. Pmt gæti einnig komist yfir greiningarupplýsingar frá samfélagsmiðlum sem hjálpa okkur að mæla skilvirkni efnisinntaks okkar og auglýsinga á samfélagsmiðlum (t.d. þrykk eða áslátt).

Viðskiptavinir: Komir þú fram fyrir hönd samstarfsaðila Pmt, s.s. birgja eða viðskiptamann sem er lögaðili, kann Pmt að vinna með tengiliðaupplýsingar þínar, s.s. nafn, símanúmer og tölvupóstfang. Þá kann Pmt að vinna með samskiptasögu og eftir atvikum reikningsupplýsingar. Þessi vinnsla er Pmt nauðsynleg til að geta uppfyllt skyldur sínar á grundvelli samnings við viðkomandi samstarfsaðila. Þá kann Pmt að vera skylt að vinna með upplýsingar á grundvelli lagaskyldu, s.s. bókhaldslaga.

Kvartanir og ábendingar: Ef þú sendir okkur ábendingu eða kvörtun mun Pmt almennt vinna með tengiliðaupplýsingar þínar, s.s. nafn og netfang, og efni þeirrar kvörtunar eða ábendingar sem þú hefur kosið að koma á framfæri.

Að meginstefnu til aflar Pmt persónuupplýsinga beint frá viðskiptavini eða forsvarsmanni viðskiptavinar. Upplýsingar kunna þó jafnframt að koma frá þriðju aðilum. Sé persónuupplýsinga aflað frá þriðja aðila mun Pmt leitast við að upplýsa viðskiptavini sína um slíkt.

Upplýsingar um viðskiptavini og forsvarsmenn/tengiliði viðskiptavina eru varðveittar í 7 ár frá lokum viðkomandi reikningsárs, enda falla þær undir bókhaldslög. Vissar upplýsingar kann að vera nauðsynlegt að varðveita lengur, t.d. ef líkur standa til þess að Pmt komi til með að þurfa að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur. Í þeim tilfellum verður varðveislutími miðaður við reglur um fyrningarfrest krafna.

4. Miðlun til þriðju aðila

Rík áhersla er lögð á að varsla persónuupplýsinga sé ávallt með ábyrgum hætti. Persónuupplýsingar verða ekki aðgengilegar öðrum aðilum en starfsfólki Pmt og eftir atvikum þeim undirfélögum sem fyrirtæki þitt er aðili að. Allar upplýsingar sem þú afhendir starfsmönnum Pmt í trúnaði er ekki miðlað til annarra en þeirra starfsmanna Pmt sem koma að verkefninu og eru allir þeir aðilar bundnir fullum trúnaði.

Við seljum, leigjum eða deilum aldrei persónuupplýsingum um þig nema með samþykki þínu. Pmt kann að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila sem er þjónustuveitandi eða verktaki á vegum Pmt og þá í þeim tilgangi að ljúka við verkefni sem eru nauðsynleg eins og t.d. uppsetningu á tækjabúnaði er Pmt selur og þjónustar. Pmt er einnig heimilt að miðla persónuupplýsingum þínum til innheimtuaðila eða á grundvelli viðeigandi laga eða reglna, s.s. Ríkisskattstjóra eða annarra eftirlitsaðila.  Það sama kann að eiga við sé afhendingar krafist á grundvelli dómsúrskurða eða reynist miðlun nauðsynleg þannig að Pmt geti gætt hagsmuna sinna í ágreinings-eða dómsmálum.

Þjónusta og efni á heimasíðu Pmt getur haft að geyma tengla á aðrar síður sem Pmt stjórnar ekki. Smellir þú á tengil frá þriðja aðila, verður þér beint á síðu þess þriðja aðila. Pmt mælir með því að þú skoðir persónuverndarstefnu hverrar síðu sem þú heimsækir.  Þá er athygli þín vakin á því að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum Pmt eru opinberar upplýsingar.

5. Varðveisla

Pmt leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar með sértöku tilliti til eðlis þeirra. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra. Breytingar og leiðréttingar á persónuupplýsingum

Það er mikilvægt að þær persónuupplýsingar sem Pmt vinnur með séu bæði réttar og viðeigandi. Því er mikilvægt að Pmt sé tilkynnt um allar breytingar sem kunna að verða á persónuupplýsingum þínum.

Þú átt rétt á því að óáreiðanlegar persónuupplýsingar um þig leiðréttar. Að teknu tilliti til tilgangs vinnslu persónuupplýsinga átt þú jafnframt rétt á að láta fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar um þig, þ.m.t. með því að leggja fram frekari upplýsingar.

Vinsamlegast hafðu samband í gegnum "Hafa Samband" heimasíðu okkar ef þörf er að uppfæra upplýsingar.

6. Réttindi þín

Þú átt rétt á að fá staðfest hvort við vinnum persónuupplýsingar um þig eða ekki, og ef svo er getur þú óskað eftir aðgangi að upplýsingunum og hvernig vinnslunni er hagað. Þá kann einnig að vera að þú hafir rétt á að fá afrit af upplýsingunum. Við ákveðnar aðstæður getur þú farið fram á það við Pmt að við sendum upplýsingar, sem þú hefur sjálf/ur látið okkur í té eða stafa frá þér, beint til þriðja aðila.

Við ákveðnar aðstæður getur þú óskað eftir því að persónuupplýsingum um þig verði eytt án tafar, til að mynda þegar að varðveisla upplýsinganna er ekki lengur nauðsynleg miðað við tilgang vinnslunnar eða vegna þess að þú hefur afturkallað samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsinganna og engin önnur heimild liggur til grundvallar henni. Sé vinnslan byggð á samþykki er þér hvenær sem er heimilt að afturkalla samþykki þitt.

Viljir þú ekki láta eyða upplýsingum þínum, t.d. vegna þess að þú þarft á þeim að halda til að verjast kröfu, en vilt samt sem áður að þær séu ekki unnar frekar af hálfu Pmt getur þú óskað eftir því að vinnsla þeirra verði takmörkuð.

Sé vinnsla á persónuupplýsingum þínum byggð á lögmætum hagsmunum Pmt átt þú einnig rétt á að mótmæla þeirri vinnslu.

Framangreind réttindi þín eru þó ekki fortakslaus. Þannig kunna lög að skylda Pmt til að hafna ósk um eyðingu eða aðgang að gögnum. Þá getur Pmt hafnað beiðni þinni vegna réttinda Pmt, s.s. á grundvelli hugverkaréttar, eða réttinda annarra aðila, s.s. til friðhelgi einkalífs, telji Pmt þau réttindi vega þyngra.

Ef upp koma aðstæður þar sem að Pmt getur ekki orðið við beiðni þinni mun Pmt leitast við að útskýra hvers vegna beiðninni hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.

7. Persónuvernd barna

Pmt óskar eftir því að börn undir 16 ára aldrei veiti ekki Pmt persónuupplýsingar. Ef við komumst að raun um að við höfum safnað saman persónuupplýsingum frá barni undir 16 ára aldri munum við grípa til aðgerða í því skyni að eyða þeim upplýsingum eins fljótt og auðið er. 

8. Breytingar á persónuverndarstefnu Pmt

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Pmt mun tilkynna um allar breytingar með því að birta nýja persónuverndarstefnu á heimasíðu Pmt. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu Pmt. Við tökum öllum athugasemdum um persónuverndarstefnuna fagnandi og hvetjum þig til að senda okkur fyrirspurn í gegnum "Hafa Samband" heimasíðu okkar.

Þessi persónuverndarstefna var síðast uppfærð 18.07.2018.