ALLT TIL MERKINGAR OG PÖKKUNAR 

Fáðu tilboð í þína límmiða og/eða umbúðir!


PMT er fjölskyldufyrirtæki með áratuga reynslu í framleiðslu límmiða og hefur verið leiðandi á markaðnum. Við leggjum áherslu á hámarks gæði í prentun og erum stolt af því að bjóða sérprentaða límmiða í hvaða stærð, lögun og áferð sem er og á vandaðan pappír. Með fullkomnustu prentvélum tryggjum við að hver límmiði standist ströngustu kröfur og jafnvel fari fram úr væntingum viðskiptavina. Vel hannaður og einstakur límmiði hjálpar vörunni þinni að skera sig úr í samkeppninni.

Okkar markmið er að byggja upp traust og langtímasambönd við viðskiptavini okkar. Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu og lítum á hverja viðskiptavini sem hluta af fjölskyldunni. Hvort sem þú ert lítið sprotafyrirtæki eða rótgróið stórfyrirtæki, þá erum við hér til að veita þér bestu lausnirnar fyrir þína límmiðaþörf og umbúðalausnir.

Með sérsniðnum prentlausnum frá PMT geturðu lyft vörunni þinni á næsta stig og tryggt að límmiðinn endurspegli gæði og fagmennsku vörumerkisins þíns.

Fáðu tilboð

Límmiðar

Vel prentaður og áberandi límmiði getur aukið sölu. Mismunandi áferð, hágæða prentun og réttur pappír skilar einstökum límmiða. Við getum prentað þína límmiða með nýjustu prenttækni sem völ er á.

Filmur

Hjá okkur getur þú prentað filmur fyrir þínar vörur. Fáðu tilboð og frekari upplýsingar hjá söludeild okkar sala@pmt.is

Límbönd

Sér merkt límband er góð auglýsing á þínar vörur eða sendingar. Við getum hjálpað þér að útfæra áprentuð límbönd fyrir fyrirtækið þitt. Fáðu frekari upplýsingar hjá söludeild okkar sala@pmt.is

Bréfpokar

Við bjóðum uppá breitt úrval af bréfpokum. Mismunandi liti, stærðir, handföng osfrv. Hjá okkur getur þú einnig prentað pokann. Það er einfalt að versla pokana í vefverslun.

Líkamsgreinar

Fáðu heildarmynd af líkamsástandinu með Taníta líkamsgreinum. Greinir líkamsfitu, vöðvamassa, vatnsbúskap og margt fleira á skömmum tíma. Fullkominn fyrir þá sem vilja taka heilsuna á næsta stig.

Miðaprentarar

Við erum með gott úrval af prenturum frá Zebra og Godex. Handhægir prentarar sem prenta á hitamiða og taka lítið pláss. Frábærir fyrir límmiða, merkispjöld osfrv.

Vöruprentarar

Videojet bíður uppá fjölda leiða til að merkja vörur. Við hjálpum þér að finna sérsniðna lausn fyrir þína framleiðslu.

Vogir

Miðavogir, talningavogir, brettavogir, rannsóknavogir, verðútreikningsvogir, pallavogir ofl. Pmt er með vogina fyrir þig. 

Pökkunarvélar

Þú finnur einfaldar og handhægar vakúmpökkunarvélar sem henta vel fyrir heimili og smærri framleiðendur og upp í stórar vélar frá Hencovac hjá okkur.

Pokar & plastfilmur

Lásapokar, vefverslunarpokar, vakúmpokar, sorppokar ofl. færðu hjá okkur. Við erum alltaf að leyta góðra lausna hvað varðar umhverfisvænna plast. Athugaðu hvað er í boði.

Turbochef ofnar

Turbochef eru hraðeldundar ofnar sem vinna með örbylgju og blástur. Þeir koma i nokkrum stærðum og gerðum og henta vel fyrir smærri sölustaði/kaffihús og upp í stór eldhús.

Ýmis tæki

DVantar þig hakkavél, roðflettivél, skurðavél, málmleitartæki, færiband eða flugnabana? Það eru miklar líkur að við eigum það tæki sem þú leytar að. Ef þú finnur það ekki á vefnum, heyrðu í okkur sala@pmt.is

ÞAÐ ER AUÐVELT AÐ VERSLA Á VEFNUM OKKAR


Fá aðgang

Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins prenta hjá okkur

Við viljum þjónusta þig!

Með öflugum vef, vefverslun og þínum síðum, spörum við þér tíma og bætum þjónustuna.