VIÐ PRENTUM FYRIR ÞIG

Límmiðar
Við erum með mikið úrval af límmiðapappír og plastefni, gull og silurlitur, fólíugylling, prentun á lím ofl.
FÁ TILBOÐ
LAGERMIÐAR OG REKSTRARVÖRUR
Staðlaðir límmiðar og rekstarvörur í netverslun okkar

Stafræn prentun
Stafræn prentun límmiða fer fram í QuickLabel Kiaro prenturum sem við erum jafnframt söluaðilar að. Kosturinn við stafræna prentun er að hægt er að prenta frá 100 límmiðum án stofnkostnaðar. Ef þú vilt 5000 límmiða eða fleiri þá mælum við með að þú hafir samband og fáir tilboð í Flexó prentun.
Allir límmiðar frá okkur koma á rúllum. Láttu okkur prenta fyrir þig eða prentaðu miðana sjálfur þegar þér hentar með Kiaro.
Þú getur pantað stafrænt prentaða límmiða á netinu hjá okkur.
UV Flexo prentun
Við prentum alla límmiða og umbúðir í UV prentvélum og notum eingöngu "low migration" prentliti sem eru ætlaðir til prentunar á umbúðir fyrir matvæli. Við erum vel búin tækjum bæði til forvinnslu og prentunar og þrautreynt starfsfólk.
Við forvinnslu eru búin til myndamót og höfum við fjárfest í fullkomnustu tækjum sem völ er á til þess. Með Kodak NX laserskrifara getum við búið til myndamót þar sem punktar eru með flötum topp, en það gefur betri litagjöf. Auk þess gerir það okkur kleift að prenta punkta allt niðri í 0,4% og upplausn er aldrei undir 175lpi.

Leiðbeiningar varðandi prentun
Matvælamerkingar
Ef þú ert að fara að merkja matvæli með límmiðum þá er að mörgu að huga og skýrar reglur sem þarf að fylgja. Meðal þess sem þarf að koma fram er:
-
Heiti vöru
-
Innihaldslýsing (í röð eftir minnkandi magni, ofnæmisvaldar feitletraðir)
-
Geymsluþol (Best fyrir ef nota má vöru eftir dagsetninguna eða Síðasti notkunardagur ef ekki má nota eftir dagsetninguna)
-
Næringargildi
-
Geymsluskilyrði
-
Nafn og heimilisfang fyrirtækis sem neytendur geta haf samband við vegna vöru.
Strikamerki
Ef þú vilt strikamerkja vöruna þína þá er að ýmsu að huga. Það eru til ógrynni af mismunandi strikamerkjastöðlum sem hægt er að nota. Í raun má líkja þessu við mörg mismunandi tungumál. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að strikamerkjaskannarnir kunna alla strikamerkjastaðlana og yfirleitt þarf ekki að stilla þá sérstaklega fyrir einhvern strikamerkjastaðal.
Ef þú vilt strikamerkja vöru fyrir sjálfan þig eða selur eingöngu úr þinni eigin verslun þá geturðu valið um hvaða strikamerkjastaðal sem er. Þú gætir t.d. valið strikamerkjastaðalinn Code39 og haft strikamerkið með eins mörgum stöfum og þú vilt, eina skilyrðið er að það byrji og endi á „*“.
Ef þú ert hins vegar að fara að selja vöru í smásölu þá þarftu að notast við EAN13 staðalinn. Það sem meira er þá þarftu að sækja um strikamerki hjá GS1 samtökunum. Þeir sjá um að úthluta strikamerkjum þannig að hægt sé að rekja vöru útfrá strikamerki til framleiðanda. Þú greiðir síðan eftir því hvað þú kaupir mörg strikamerki. Til að flækja þetta aðeins þá er hægt að vera með stykkjavörustrikamerki og vigtarvörustrikamerki. Í vigtarvörustrikamerki getur síðan komið fram annað hvort þyngd eða verð. GS1 á Íslandi geta aðstoðað þig við kaup á EAN13 strikamerkjum.
Þú getur kynnt þér allt um EAN13 strikamerki á heimasíðu GS1.
Skil á prentverkum
Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga við skil á prentverkum
-
Skjöl þurfa að vera unnin í CMYK litum.
-
Við getum tekið við skjölum frá helstu hönnunarforritum (t.d. Illustrator, FreeHand) og PDF skjölum ef þau eru í prenthæfri upplausn.
-
Myndir þurfa að vera í að minnsta kosti 300dpi upplausn.
-
Myndir þurfa að fylgja með í sér skjali (jpg, eps eða tiff). Best er að fá þær á eps formi og tengdar við skjalið.
-
Blæðing þarf að vera 2mm útfyrir stans/skurð límmiðans.
-
Skynsamlegt er að láta minnsta punkt í háljósum ekki fara undir 1% til að fyrirbyggja að skörp skil myndist við prentun.
-
Æskilegt er að próförk fylgi frá auglýsingastofu á sambærilegan pappír og prenta á verkefnið á til að hafa til hliðsjónar.
-
Ef skjöl eru of stór til að hægt sé að senda í tölvupósti þá er hægt að nota sérstakt sendiforrit, t.d. https://wetransfer.com.
Manter límmiðapappír
fyrir vín, bjór, snyrtivörur og matvörur
Við erum með umboð fyrir Manter pappírsframleiðandann sem býður uppá mesta úrval af gæðapappír sem völ er á fyrir límmiða. Hafðu samband og kynntu þér möguleikana sem bjóðast í límmiðapappír
