Ég er með tvo TurboChef færibandaofna og engin bilun hefur komið upp eftir sex ára notkun, bara ekkert, þeir þurfa lítið pláss, afköstin mjög mikil og framlegðin mjög góð.
Daddi hjá Ferðaþjónustunni Vogum, Mývatnssveit
Hraðeldunar ofnar
Kynntu þér kosti Turbochef
Vertu klár fyrir sumarið með Turbochef, þegar hjólin fara að snúast aftur.
TurboChef ofnar
20 ára reynsla af TurboChef á Íslandi

TurboChef ofnarnir byggja á því að nota hraðan og vel stýrðan loftstraum til að elda. Loftið umlykur og hitar matinn án þess að vökvi tapist. Örlítil örbylgja er síðan notuð til að hita matinn innanfrá. Ofnarnir eru með hvarfakút sem hreinsar loftið jafnóðum og því eru ofnarnir UL-vottaðir að þeir þurfi ekki loftræstingu. Þessi tækni var fundin upp hjá TurboChef og hefur verið þróuð í meira en 20 ár enda er TurboChef með einkaleyfi fyrir tækninni sem þeir nota.
Meðal kosta TurboChef ofna eru:
-
Eldar 10-14x hraðar en hitablástursofnar og gæðin þau sömu og hjá matreiðslumeistara.
-
Getur staðið hvar sem er óháð loftræstiháf, sem sparar bæði stofnkostnað og rekstur loftræstikerfis.
-
Eldun er einföld með matseðli í minni ofns og réttir alltaf jafn góðir, hver sem er á vakt.
-
Eldhúsið er opið alveg þar til staðnum er lokað. Þá er slökkt á ofninum. Ekkert vesen að ganga frá djúpsteikningarfeiti fyrir lokun.
-
Matarsóun minnkar þar sem hægt er að elda ferska, kælda eða frosna rétti.
-
Þrautreyndir tæknimenn Pmt sjá um uppsetningu og viðhald
Sýningartilboð

Ferðamannasprengja!
Árið 2016 komu rétt um 1,8 miljón ferðamanna til Íslands.
Það er búist við að þeir verði rétt um 2,3 til 2,4 miljón.
Eruð þið tilbúin með réttu tækin til að þjóna þeim?