Hágæðaprentun og fyrirtaks þjónusta
kynning á mbl.is

Anna M. Sigurðardóttir og Oddur Sigurðsson reka saman fjölskyldufyrirtækið PMT sem sérhæfir sig í að prenta límmiða
auk þess að prenta á umbúðir, gera skilti og stimpla.
 mbl.is/Karítas

„Það eru límmiðar á eig­in­lega hverri ein­ustu vöru sem þú kaup­ir út í búð. Og senni­lega höf­um við prentað mjög stór­an hluta af límmiðum á ís­lensk­um vör­um,“ seg­ir Odd­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Plast, miðar og tæki eða PMT eins og fyr­ir­tækið er gjarn­an kallað.

PMT á ræt­ur sín­ar að rekja til Plastos sem er fyr­ir­tæki sem afi Odds stofnaði í bíl­skúrn­um heima hjá sér. PMT er því fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki en Odd­ur og syst­ir hans, Anna M. Sig­urðardótt­ir, reka fyr­ir­tækið sam­an. Hann viður kenn­ir fús­lega að þau systkin­in ólust nán­ast upp í fyr­ir­tæk­inu og það eru ekki bara þau systkin­in sem starfa hjá fyr­ir­tæk­inu held­ur syn­ir þeirra líka.

„Rétt eins og ég og Anna byrjuðu þeir líka ung­ir í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu. Þetta er því sann­kallað fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki og sem dæmi þá er starfsmaður hér í prentsaln­um sem Anna vann með þegar hún var ung­ling­ur og sá starfsmaður vann svo með syni henn­ar líka. Það eru því kom­in nokk­ur ár sem sá starfsmaður hef­ur verið part­ur af fjöl­skyld­unni. Í þess­ari stærð af fyr­ir­tæki og sér­stak­lega fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki verður ákveðinn fjöl­skyldu­andi og mjög náin tengsl. Við kapp­kost­um okk­ur við að viðskipta­vin­ir okk­ar finni þenn­an anda, finn­ist þeir verða part­ur af hon­um og fái góða og per­sónu­lega þjón­ustu.“ 

PMT er sann­kallað fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki og hér er Hug­in Jarl Odds­son að kenna Ara Óla Arn­ar­syni en báðir hafa þeir verið viðloðandi fyr­ir­tækið frá barns­aldri, rétt eins og Anna og Odd­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Marg­vís­leg reynsla hjá PMT

Þrátt fyr­ir að Odd­ur og Anna starfi núna sam­an í PMT þá hef­ur það ekki alltaf verið þannig því bæði unnu þau um tíma ann­ars staðar. Anna kom inn í fyr­ir­tækið í kring­um Covid far­ald­ur­inn en hún er graf­ísk­ur hönnuður með 25 ára reynslu af stór­um stof­um auk þess að hafa rekið sína eig­in hönn­un­ar­stofu. Odd­ur er menntaður tölv­un­ar­fræðing­ur og starfaði um tíma sem slík­ur.

Odd­ur tal­ar um að fyrri reynsla þeirra systkina hjálpi mjög til við rekst­ur­inn og til að myndi nýt­ist reynsla Önnu vel inn­an PMT en hún taki á móti hönn­un­ar­skjöl­um frá stof­um og tryggi að prent­un­in verði eins og hönnuður­inn leggi upp með. Með nýj­um mögu­leik­um á nýj­um vél­um sé það ein­stak­lega spenn­andi og mik­il­vægt að ræða við viðskipta­vini um mögu­leik­ana í prenti, frá­gangi, val á papp­ír og þess hátt­ar. Það sé því góð brú á milli hönnuða og prent­ara því þekk­ing­in frá báðum sé til staðar í fyr­ir­tæk­inu.

Hjá PMT eru prentaðir mörg þúsund teg­und­ir límmiða og senni­lega hef­ur PMT prentað mjög stór­an hluta límmiða á ís­lensk­um vör­um sem má finna út í búð.mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bregðumst fljótt við

Verk­efn­in hjá PMT eru mjög fjöl­breytt en Odd­ur tal­ar um að límmiðar séu stærstu verk­efn­in. „Hjá PMT prent­um við mörg þúsund teg­und­ir af límmiðum en auk þess prent­um við á umbúðir fyr­ir vör­ur og bréf­poka auk þess að gera skilti og stimpla. Við erum mjög stór í stimpla­gerð, ef ekki stærst enda ger­um við stimpla fyr­ir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki. Ásamt því flytj­um við inn alls kyns tæki til pökk­un­ar og merk­ing­ar. Við þjón­ust­um mörg stór iðnaðarfyr­ir­tæki og prent­um alla límmiða fyr­ir þau sem eru notuð til dæm­is til að merkja kjöt, drykki, osta, lýsi, græn­meti, meðul og margt fleira.

Við erum með marga fastak­únna og mikið til eru þetta stór­ir viðskipta­vin­ir sem eru með samn­ing hjá okk­ur. Við þurf­um því að geta brugðist fljótt við og prentað í góðum gæðum. Það má ekk­ert klikka og við af­greiðum límmiða mjög fljótt í dag. Svo erum við búin að setja allt á vefsíðuna okk­ar sem þýðir að stór­ir viðskipta­vin­ir geta skoðað alla miða sem þau hafa prentað hjá okk­ur á net­inu og sömu­leiðis pantað á vefsíðunni. Það er mjög þægi­legt fyr­ir viðskipta­vin­inn að geta séð út­lit á göml­um og nýj­um límmiðum og pantað svo í kjöl­farið.“

PMT keypti ný­verið nýja sta­f­ræna prentvél frá HP sem mun auka mögu­leika fyr­ir­tæk­is­ins í límmiðaprent­un enn frek­ar en vél­in prent­ar sjö liti og get­ur prentað minni up­p­lög af límmiðum. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eng­inn límmiði eins í nýrri prentvél

Ný­verið keypti PMT nýja sta­f­ræna prentvél frá HP sem Odd­ur seg­ir að muni auka mögu­leika PMT í límmiðaprent­un enn frek­ar. „Þetta er prentvél af nýj­ustu gerð sem prent­ar sjö liti. Hún get­ur líka prentað minni up­p­lög af límmiðum en við höf­um getað hingað til auk þess sem hægt er að prenta marga límmiða þannig að eng­inn sé eins sem gef­ur viðskipta­vin­in­um ýmsa mögu­leika við markaðssetn­ingu. Það væri til að mynda hægt að prenta límmiða með raðnúm­er­um eða hrein­lega hanna miðann þannig að eng­inn miði sé eins og tengja meira við sam­fé­lags­miðlana,“ seg­ir Odd­ur og bæt­ir við að til að kynna þessa nýju mögu­leika fyr­ir viðskipta­vin­um mun markaðssér­fræðing­ur frá HP koma til lands­ins og halda fyr­ir­lest­ur.

PMT legg­ur mikið upp úr hágæðaprent­un og þjón­ustu og það er PMT mik­il­vægt að starfs­fólkið hafi þekk­ingu á því sem það er að selja. Mark­miðið sé alltaf að veita viðskipta­vin­in­um bestu mögu­legu þjón­ust­una. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Besta tækn­in sem völ er á

PMT legg­ur mikið upp úr hágæðaprent­un og þjón­ustu og Odd­ur tal­ar um að það sé PMT mik­il­vægt að starfs­fólkið hafi þekk­ingu á því sem það er að selja. Mark­miðið sé alltaf að veita viðskipta­vin­in­um bestu mögu­legu þjón­ust­una.

„Það ger­um við með því að bjóða upp á nýj­ustu tækni sem völ er á og aðstoða viðskipta­vin­inn við að koma vöru sinni á fram­færi á sem best­an hátt. Auk þess fylgj­umst við vel með því hvað er að ger­ast í þess­um bransa er­lend­is svo við get­um gripið og nýtt okk­ur all­ar nýj­ung­ar. Límmiðar hafa breyst mikið síðustu ár, meðal ann­ars vegna reglu­gerða um inni­halds­lýs­ing­ar og nýrra strika­merkja, til dæm­is QR-kóða sem viðskipta­vin­ur­inn get­ur tengt beint við heimasíðu sína. Þessi nýju strika­merki bjóða upp á ýmsa nýja mögu­leika og munu með tím­an­um leysa gömlu strika­merk­in af hólmi.  Það er nauðsyn­legt að fylgj­ast vel með öll­um þess­um breyt­ing­um og við erum sí­fellt að færa okk­ur meira í sta­f­ræna heim­inn til að geta veitt bestu þjón­ust­una.“

https://www.mbl.is/frettir/kynning/2025/01/16/hagaedaprentun_og_fyrirtaks_thjonusta_hja_pmt/




Deildu þessari snilld og leyfðu öðrum að njóta


Ekki missa af.

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu fróðleik, upplýsingar um nýjar vörur og allskonar skemmtilegt fyrstur af öllum.

Your Dynamic Snippet will be displayed here... This message is displayed because you did not provided both a filter and a template to use.
Mikilvægi límmiða á vöru
Meira en bara skraut