Stafræn prentun í fremstu röð
Kynning með Abel Sanchez frá HP Digital Print

Nýlega fengum við þann heiður að fá Abel Sanchez, sérfræðing hjá HP Digital Print, til að halda fyrirlestur fyrir viðskiptavini okkar. Fyrirlesturinn unnum við í samstarfi við Iðan, fræðslusetur. Abel deildi þekkingu sinni á nýjustu tækni lausnum í stafrænni prentun, sem snúa einkum að persónulegum skilaboðum, mismunandi hönnun, og fjallaði um þá möguleika sem sérhæfð prentun getur fært viðskiptavinum. Viðburðurinn var einstakt tækifæri til að kynna sér strauma í prentunariðnaðinum og sönnuðu að HP eru á toppnum hvað það varðar.

Hvers vegna stafræn prentun er mikilvæg

Stafræn prentun hefur opnað dyrnar að möguleikum sem áður voru óhugsandi. Þar sem hefðbundin prentun setur oft takmarkanir, gefur stafræn prentun þér möguleika á einstaklingsmiðuðum lausnum. Hvort sem þú þarft ólíkar umbúðir fyrir hvern viðskiptavin, persónulega skilaboð á hverri einingu, eða einfaldlega aukin gæði og hraða, þá er stafræn tækni lykillinn.

Abel lagði áherslu á þær stóru breytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár í prenttækni og hvernig þær hafa gjörbreytt því hvernig félög og vörumerki eiga samskipti við viðskiptavini.


Helstu atriði fyrirlestursins

1. Persónuleg skilaboð

"Tíminn þar sem allar umbúðir voru eins er liðinn," útskýrði Abel. Stafræn prentun gerir öllum kleift að bjóða skilaboð til ákveðinna markhópa eða jafnvel einstaklinga. Hvort sem þú vilt skrifa "Til hamingju með afmæli, Anna!" eða "Takk fyrir tryggðina, Jón," þá er þetta núna raunhæft og einfalt þrátt fyrir magnframleiðslu.

2. Mismunandi hönnun

Með stafrænni prentun er hægt að láta hverja einingu vera einstaka. Abel sýndi fram á hvernig mismunandi umbúðir eða auglýsingaefni geta auðveldlega verið framleidd í sömu prentun á fljótan hátt. "Möguleikarnir eru endalausir," sagði hann og deildi dæmum af frumlegum lausnum frá HP.

3. Nýjustu tæknilausnir HP

Abel kynnti nýjustu vélar HP og þá vél sem við í PMT erum með. Þessar vélar skara fram úr á sviði stafrænnar prentunar. Vélarnar bjóði upp á hámarks gæði, ótrúlegan hraða og skilvirkni, þannig að viðskiptavinir okkar geta náð fram þeirri upplifun sem þeir vilja bjóða.


Kostir fyrir okkar viðskiptavini

Fyrir viðskiptavini okkar sem vilja taka prentun og umbúðir á næsta stig er stafræn prentun mikilvæg lausn. Hér eru nokkrir kostir sem Abel lagði áherslu á:

  • Sköpun persónulegrar upplifunar: Gerir vörur meira áberandi og tengir þær nánar við neytandann.
  • Fjölbreytt vörulíkan: Auðveldar að prófa mismunandi hönnun til að máta þær fyrir markhópa.
  • Umhverfisvæn lausn: Minni prentsóun þar sem nákvæmari framleiðsla er möguleg.
  • Hagkvæm lausn: Engin þörf á prentplötum gerir minni upplög arðbær.


Að fá tækifæri til að hlusta á sérfræðing eins og Abel Sanchez var virkilega áhugavert og upplýsandi. Við erum sannfærð um að stafræn prentun er ekki bara framtíðin heldur líka ómissandi lausn í dag. Hún opnar ótal tækifæri fyrir fyrirtæki sem vilja skapa persónulegri upplifun fyrir sína viðskiptavini og auka gæði á hagkvæman hátt. Með nýjustu lausnum HP erum við betur í stakk búin til að mæta þörfum viðskiptavina okkar og hjálpa þeim að skara fram úr á markaðinum.


Hér má nálgast viðtal við Abel sem Kristjana hjá Iðan fræðslusetur tók við hann eftir fyrirlesturinn.

 
 





Deildu þessari snilld og leyfðu öðrum að njóta


Ekki missa af.

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu fróðleik, upplýsingar um nýjar vörur og allskonar skemmtilegt fyrstur af öllum.

Your Dynamic Snippet will be displayed here... This message is displayed because you did not provided both a filter and a template to use.
Hágæðaprentun og fyrirtaks þjónusta
kynning á mbl.is