Vogir
Ef þú þarft að vigta eitthvað þá erum við með vogina
Ishida miðavogir
Gæði Ishida vogana er vel þekkt á Íslandi enda margra áratuga reynsla á þeim.
Nýlega endurnýjuðu Krónan og Nóatún allar Ishida vogirnar sínar með nýjust kynslóð Ishida Uni-9 voga. Öllum vogunum er stjórnað beint frá höfuðstöðvum.
Við tókum að sjálfssögðu eldri Ishida vogirnar upp í nýjar og getum nú boðið þær á góðu verði.
Ef þig vantar miðavog, þá endilega vertu í sambandi.
Dibal brettavogir og pallavogir
Dibal iðnaðarvogirnar hafa reynst gríðarlega vel.
Hægt er að fá vogirnar bæðir lakkaðar og ryðfríar.
Mikið úrval af pöllum og vigtarhausum.
Yfirkeyrslupallar með römpum eða sem falla ofaní gólf.
Pallavogir sem vigta frá 3kg og uppí 3000kg.
Vibra rannsóknarvogir
Vibra rannsóknarvogirnar eru framleiddar í Japan og vigta með gríðarlegri nákvæmni.
Vibra CJ vogirnar vigta með allt að 0,001g nákvæmni.
Vibra AJ vogirnar eru vatns-og rykheldar skv. IP-65 og með allt að 0,01g nákvæmni.
Ýmis búnaður er fáanlegur til að tengja við vogirnar svo sem strimilprentarar.
Tanita fitumælingavogir
Tanita er leiðandi í gerð fitumælingavoga á heimsvísu.
Tanita býður uppá baðvogir, fitumælingavogir fyrir heimili og líkamsræktarstaði, ungbarnavogir og margt fleirra.
Við sumar vogirnar er hægt að tengja forrit eða síma.